Sjálfstæðismenn mjög sáttir við niðurstöðu borgarráðs

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að sjálfstæðismenn í borgarstjórn séu mjög sáttir við þá niðurstöðu borgarráðs að samþykkja að hafna samruna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy. Stjórnarfundur verður haldinn í Orkuveitu Reykjavíkur á morgun þar sem þessi mál verða rædd.

Júlíus Vífill sagði að þegar þessi mál hefðu fyrst komið upp hefðu sjálfstæðismenn gert þá kröfu, að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í REI yrði seldur strax en þá hefðu þeir talið að samruni fyrirtækjanna tveggja væri orðinn virkur. Síðan hefði ýmislegt komið í ljós, sem sýni annað og því sé þessi niðurstaða sjálfstæðismönnum mjög að skapi og þeir hefðu að sjálfsögðu stutt hana.

Júlíus Vífill situr í stjórn Orkuveitunnar af hálfu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka