Birgir sækist eftir 2. til 4. sæti

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson. mbl.is/Eggert

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru til fjórða sæti á í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer nú á laugardaginn.

Birgir hvetur sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að nýta sér þetta tækifæri til að velja forystusveit flokksins i höfuðborginni og vonast eftir góðum stuðningi.

„Sjálfstæðisflokkurinn á mörg sóknarfæri í komandi alþingiskosningum. Góður árangur næst hins vegar ekki án fyrirhafnar. Allir þurfa þar að leggja sitt af mörkum, vinna af krafti og vanda sig. Góð þátttaka í prófkjörinu á laugardaginn og öflugir framboðslistar í Reykjavíkurkjördæmunum skipta gríðarlega miklu máli í því sambandi.

Ég hef setið á Alþingi frá árinu 2003 og sinnt þar ýmsum verkefnum. Á kjörtímabilinu sem nú er að líða hef ég einkum sinnt stjórnarskrármálum, utanríkismálum og umhverfis- og samgöngumálum, en áður hef ég líka mikið beitt mér á sviði skattamála, efnahags- og viðskiptamála og lögreglu- og dómsmála, svo nokkuð sé nefnt. Í öllum þessum málaflokkum eru framundan mikilvæg viðfangsefni og hef ég áhuga á að fá tækifæri til að nýta krafta mína og reynslu í því starfi,“ segir Birgir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert