Viðræður hafa gengið vel

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. mbl.is/Ófeigur

Fulltrúar flokkanna fimm sem eru í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum segjast aðallega hafa einbeitt sér að tekju- og útgjaldaliðum í óformlegum viðræðum vikunnar. Kemur það fram í tilkynningu frá flokkunum.

Föstudaginn fyrir viku fengu Píratar umboð til stjórnarmyndunar og síðan þá hafa óformlegar viðræður þeirra, VG, Samfylkingar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar staðið yfir.

„Við höfum aðallega einbeitt okkur að tekju og útgjaldaliðum og höfum nú loks fengið aðgang að fjárlögum ásamt ýmsum forsendum fjárlaga til að geta forgangsraðað í samræmi við veruleika framlagðra fjárlaga. Við munum halda áfram að funda á morgun og um helgina á óformlegan hátt og er næsti fundur fyrirhugaður fyrir hádegi á morgun,“ kemur fram í tilkynningunni.

„Nú hafa verið haldnir fjórir fundir með það að markmiði að finna leiðir til að samþætta megináherslur flokkanna. Þessar viðræður hafa gengið vel og hafa fulltrúar flokkanna nálgast hvern annan í veigamiklum málum,“ segir enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert