Fáar kvartanir bárust til kjörstjórnar

Eva B Helgadóttir.
Eva B Helgadóttir.

„Það komu upp einhver ágreiningsefni en ekkert þó sem gæti komið til með að breyta úrslitunum.“

Þetta segir Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, spurð í Morgunblaðinu í dag um hvort einhver vafamál hafi komið upp við talningu kjörseðla. Nokkur minniháttar mál komu upp við talninguna, en Eva segir að það hafi að mestu verið af hinu góða.

„Ég held að það sé afar gott að tekin sé umræða um ákveðin mál enda gefur það okkur, sem förum yfir kjörseðlana, fleiri fordæmi til að fara eftir þegar atkvæði eru metin. Svo ég taki nú dæmi voru atvik sem komu upp þar sem fólk hafði fyllt í boxið í stað þess að krossa við og þar með er atkvæðið ógilt,“ segir Eva sem telur að umræða um þessi mál sé af hinu góða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert