Árni og Björn færast niður um eitt sæti

Landskjörstjórn á fundi nýlega.
Landskjörstjórn á fundi nýlega. mbl.is/Brynjar Gauti

Árni Johnsen, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, færist úr 2. sæti á listanum í 3. sæti samkvæmt tilkynningu landskjörstjórnar í kvöld. Björn Bjarnason, sem var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokk í Reykjavíkurkjördæmi suður, færist einnig niður um eitt sæti, úr 2. sæti í það þriðja. Er þetta vegna útstrikana á kjörseðlum í þessum kjördæmum.

Landskjörstjórn kom saman í dag og úthlutaði á grundvelli skýrslna yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir alþingiskosningar sem fram fóru sl. laugardag. Landskjörstjórn gaf jafnframt út kjörbréf til þeirra frambjóðenda sem náðu kjöri og jafnmargra varamanna.

Fram kemur í tilkynningu landskjörstjórnar, að Þorkell Helgason stærðfræðingur hafi aðstoðað landskjörstjórn við útreikninga.

Listinn yfir þingmennina er eftirfarandi:

Norðvesturkjördæmi:

Norðvesturkjördæmi:

 

Af B-lista Framsóknarflokks:

Magnús Stefánsson, Engihlíð 8, Ólafsvík, sem 3. þingmaður.

 

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:

Sturla Böðvarsson, Ásklifi 20, Stykkishólmi, sem 1. þingmaður.

Einar Kristinn Guðfinnsson, Vitastíg 17, Bolungarvík, sem 5. þingmaður.

Einar Oddur Kristjánsson, Sólbakka, Flateyri, sem 8. þingmaður.

 

Af F-lista Frjálslynda flokksins:

Guðjón Arnar Kristjánsson, Engjavegi 28, Ísafirði, sem 6. þingmaður.

Kristinn H. Gunnarsson, Traðarstíg 12, Bolungarvík, sem 9. þingmaður.

 

Af S-lista Samfylkingarinnar:

Guðbjartur Hannesson, Dalsflöt 8, Akranesi, sem 2. þingmaður.

Karl V. Matthíasson, Miðhrauni 2, Eyja- og Miklaholtshreppi, sem 7. þingmaður.

 

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:

Jón Bjarnason, Hnjúkabyggð 27, Blönduósi, sem 4. þingmaður.

 

Norðausturkjördæmi:

 

Af B-lista Framsóknarflokks:

Valgerður Sverrisdóttir, Lómatjörn, Grýtubakkahreppi, sem 2. þingmaður.

Birkir Jón Jónsson, Hvanneyrarbraut 58, Siglufirði, sem 6. þingmaður.

Höskuldur Þór Þórhallsson, Langholtsvegi 149, Reykjavík, sem 10. þingmaður.

 

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:

Kristján Þór Júlíusson, Ásvegi 23, Akureyri, sem 1. þingmaður.

Arnbjörg Sveinsdóttir, Austurvegi 30, Seyðisfirði, sem 5. þingmaður.

Ólöf Nordal, Norðurtúni 12, Egilsstöðum, sem 9. þingmaður.

 

Af S-lista Samfylkingarinnar:

Kristján L. Möller, Laugarvegi 25, Siglufirði, sem 3. þingmaður.

Einar Már Sigurðarson, Sæbakka 1, Neskaupstað, sem 7. þingmaður.

 

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:

Steingrímur J. Sigfússon, Gunnarsstöðum 1, Svalbarðshreppi, sem 4. þingmaður.

Þuríður Backman, Hjarðarhlíð 7, Egilsstöðum, sem 8. þingmaður.

 

Suðurkjördæmi:

 

Af B-lista Framsóknarflokks:

Guðni Ágústsson, Jórutúni 2, Selfossi, sem 3. þingmaður.

Bjarni Harðarson, Austurvegi 27, Selfossi, sem 8. þingmaður.

 

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:

Árni M. Mathiesen, Kirkjuhvoli, Þykkvabæ, sem 1. þingmaður.

Kjartan Þ. Ólafsson, Hlöðutúni, Ölfusi, sem 4. þingmaður.

Árni Johnsen, Höfðabóli, Vestmannaeyjum, sem 6. þingmaður.

Björk Guðjónsdóttir, Heiðarhorni 10, Keflavík, sem 9. þingmaður.

 

Af F-lista Frjálslynda flokksins:

Grétar Mar Jónsson, Lækjamótum 33, Sandgerði, sem 10. þingmaður.

 

Af S-lista Samfylkingarinnar:

Björgvin G. Sigurðsson, Skarði, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem 2. þingmaður.

Lúðvík Bergvinsson, Illugagötu 36, Vestmannaeyjum, sem 5. þingmaður.

 

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:

Atli Gíslason, Birkimel 6, Reykjavík, sem 7. þingmaður.

 

Suðvesturkjördæmi:

 

Af B-lista Framsóknarflokks:

Siv Friðleifsdóttir, Bakkavör 34, Seltjarnarnesi, sem 10. þingmaður.

 

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Tjarnarbraut 7, Hafnarfirði, sem 1. þingmaður.

Bjarni Benediktsson, Bakkaflöt 2, Garðabæ, sem 3. þingmaður.

Ármann Kr. Ólafsson, Mánalind 8, Kópavogi, sem 4. þingmaður.

Jón Gunnarsson, Fífuhjalla 21, Kópavogi, sem 7. þingmaður.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, Lindarflöt 44, Garðabæ, sem 9. þingmaður.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Leirvogstungu 3, Mosfellsbæ, sem 12. þingmaður.

 

Af S-lista Samfylkingarinnar:

Gunnar Svavarsson, Erluási 33, Hafnarfirði, sem 2. þingmaður.

Katrín Júlíusdóttir, Furugrund 71, Kópavogi, sem 5. þingmaður.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, Arnarási 19, Garðabæ, sem 8. þingmaður.

Árni Páll Árnason, Túngötu 36a, Reykjavík, sem 11. þingmaður.

 

 

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:

Ögmundur Jónasson, Grímshaga 6, Reykjavík, sem 6. þingmaður.

 

Reykjavíkurkjördæmi suður:

 

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:

Geir H. Haarde, Granaskjóli 20, Reykjavík, sem 1. þingmaður.

Illugi Gunnarsson, Fjólugötu 21, Reykjavík, sem 3. þingmaður.

Björn Bjarnason, Háuhlíð 14, Reykjavík, sem 6. þingmaður.

Ásta Möller, Bleikjukvísl 3, Reykjavík, sem 7. þingmaður.

Birgir Ármannsson, Víðimel 47, Reykjavík, sem 9. þingmaður.

 

Af F-lista Frjálslynda flokksins:

Jón Magnússon, Þverási 39, Reykjavík, sem 10. þingmaður.

 

Af S-lista Samfylkingarinnar:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Nesvegi 76, Reykjavík, sem 2. þingmaður.

Ágúst Ólafur Ágústsson, Framnesvegi 66, Reykjavík, sem 4. þingmaður.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Garðastræti 43, Reykjavík, sem 8. þingmaður.

 

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:

Kolbrún Halldórsdóttir, Fornhaga 21, Reykjavík, sem 5. þingmaður.

Álfheiður Ingadóttir, Fjólugötu 7, Reykjavík, sem 11. þingmaður.

 

Reykjavíkurkjördæmi norður:

 

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:

Guðlaugur Þór Þórðarson, Logafold 48, Reykjavík, sem 1. þingmaður.

Guðfinna S. Bjarnadóttir, Miðleiti 10, Reykjavík, sem 3. þingmaður.

Pétur H. Blöndal, Kringlunni 19, Reykjavík, sem 6. þingmaður.

Sigurður Kári Kristjánsson, Melhaga 16, Reykjavík, sem 8. þingmaður.

 

Af S-lista Samfylkingarinnar:

Össur Skarphéðinsson, Vesturgötu 73, Reykjavík, sem 2. þingmaður.

Jóhanna Sigurðardóttir, Hjarðarhaga 17, Reykjavík, sem 5. þingmaður.

Helgi Hjörvar, Hólavallagötu 9, Reykjavík, sem 7. þingmaður.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Rauðalæk 23, Reykjavík, sem 10. þingmaður.

Ellert B. Schram, Sörlaskjóli 1, Reykjavík, sem 11. þingmaður.

 

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:

Katrín Jakobsdóttir, Reynimel 82, Reykjavík, sem 4. þingmaður.

Árni Þór Sigurðsson, Tómasarhaga 17, Reykjavík, sem 9. þingmaður.

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina