Liðsmenn Jackass skemmtu landsmönnum með áhættubrögðum

Ekki gera þetta heima: Steve-O, kjánaprik, lék sér að því …
Ekki gera þetta heima: Steve-O, kjánaprik, lék sér að því að halda álstiga í jafnvægi á höku sinni. mbl.is/Jón Svavarsson

Um helgina voru staddir á landinu liðsmenn úr Kjánaprikahópnum sem stendur að sjónvarpsþáttunum "Jackass" og sýndir eru á SkjáEinum.

Engar ýkjur eru að segja að nokkuð hafi farið fyrir þeim Steve-O, Bam Margera og Ryan Dunne á stuttri dvöl þeirra, en auk þess að halda þrjár sýningar í Háskólabíói komu þeir fram í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni, tóku upp efni fyrir þátt sinn í klungrum og fossum úti á landi og blönduðu geði við innfædda.

Ísleifur Þórhallsson stóð að komu sprelligosanna til landsins: "Þetta gekk allt vel fyrir sig, og engin stórslys urðu - ótrúlegt en satt. Áhorfendur í Háskólabíói skemmtu sér konunglega og stemningin var gríðarlega góð í salnum."

Ekki gekk þeim félögum þó að heilla stúlkurnar í Djúpu lauginni, enda segir Ísleifur að þeir hafi nú varla verið að reyna að falla í kramið. Þeir fengu þó tækifæri til að bæta ráð sitt og fóru út að borða með þremur stúlkum úr þættinum um helgina, en sýnt verður frá því stefnumóti í næsta Djúpulaugarþætti. Einnig fúlsuðu þeir við sviðakjömmum og hákarli, - en eru þó þekktir fyrir annað en að vera matvandir. Þeir láta þó vel af dvölinni og skemmtu sér konunglega, að sögn Ísleifs. Hann segir jafnramt að þeir hafi átt nokkurri kvenhylli að fagna í för sinni og að það hafi eflaust ekki skemmt fyrir.

Sýning þeirra gekk fyrir fullu húsi og augljóslega mikill áhugi fyrir að sjá þessa menn munda slökkvitæki, álstiga og heftibyssur á ótrúlegasta máta. "Þetta er sjónarspil sem maður hefur aldrei séð áður," segir Ísleifur. "Og hálfmerkilegt fyrirbæri að búið sé að gera lifandi sýningu úr þessu."

Öruggt má telja að myndskeið úr Íslandsförinni birtist í þáttunum frægu á næstu mánuðum. Ísleifur segir annars hafa gengið vel að hýsa kjánaprikin þrjú. "Ótrúlegt en satt þá var hótelherbergið óskemmt eftir þá þó það hafi ekki verið tandurhreint. Það var gaman að þeim og þeir voru til friðs þó að það hafi ekki beinlínis verið auðvelt að hafa stjórn á þeim - hefði helst þurft að hafa þá í bandi."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir