Badmintonspilarar verða fyrir barðinu á fuglaflensunni

Víetnömsk fyrirtæki sem framleiða vörur fyrir badmintonspilara eru nýjasta fórnarlamb fuglaflensunnar. Þeir sjá nú fram á erfiðleika við að framleiða fjaðrabolta sem notaðir eru í þessari frómu íþrótt þar sem nú er óheimilt að flytja alifugla á milli staða.

Vinh Thanh, forstjóri fyrirtækisins Hai Yen, sem framleiðir ríflega 70% af öllum fjaðraboltum sem búnir eru til í landinu, segist hafa neyðst til að segja upp helming sinna 700 starfsmanna þar sem ókleift reyndist að útvega fjaðrir.

„Fuglaflensan er ekki bara að ganga af okkur dauðum. Hún hefur einnig haft mjög slæm áhrif á alifuglaiðnaðinn, rekstur veitingahúsa og fataiðnað þar sem notaðar eru alifuglafjaðrir,“ segir Hai.

Fyrirtækið, sem staðsett er í Tien Giang-héraði í suðurhluta landsins, notar ríflega 100 tonn af andafjöðrum og er um 80% af þeim innfluttar frá Kína en afgangurinn kemur frá innlendum aðilum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson