Hæstiréttur Bandaríkjanna rannsakar rétt fanga í Guantanamo

Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í dag að rannsaka hvort löglegt sé að halda útlendingum, sökuðum um að berjast fyrir al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin og talíbanastjórnina í Afganinstan, í flotastöðinni i Guantanamo á Kúbu. Um sex hundruð manns frá fjörutíu og tveimur löndum hefur verið haldið þar síðan Bandaríkjastjórn lýsti yfir „stríði gegn hryðjuverkum“ eftir árásirnar 11. september 2001. Lögfræðingar nokkurra þeirra sem haldið er í Guantanamo vísuðu málinu til hæstaréttar Bandaríkjanna.

Hæstiréttur hefur sagt að úrskurður hans muni takmarkast við „hvort bandaríska dómstóla skorti lögsögu til þess að úrskurða um lögmæti þess að halda fólki af erlendu þjóðerni, teknu til fanga erlendis í hernaðarátökum, í flotastöðinni í Guantanamo á Kúbu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert