Telja sig hafa fundið leið til að stöðva löngun í áfengi

Reuters

Vísindamenn í Melbourne í Ástralíu telja sig hafa fundið leið til að koma í veg fyrir að áfengissjúklingar finni til óviðráðanlegrar löngunar í áfengi. Með sömu aðferð megi ef til vill einnig meðhöndla átröskunarsjúkdóma. Aðferðin er fólgin í því, að stöðva starfsemi tiltekinna hormóna.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC.

Vísindamennirnir starfa við Howard Florey-stofnunina í Melbourne. Þeir segja að uppgötvun sín geti leitt til þess að þróa megi lyf sem stöðvað geti starfsemi þessara hormóna, er nefnast órexín-hormón, eða hypocretín.

Það er undirstúka heilans sem framleiðir þessi hormón og tengist vellíðunartilfinningunni sem fylgir áfengisneyslu eða fíkniefnaneyslu. Í tilraunum sem gerðar voru á rottum var búið til efni sem virtist koma í veg fyrir að órexín/hypocretin hefði þessi vellíðunaráhrif.

Í einni tilrauninni hættu rottur sem höfðu frjálsan aðgang að áfengi allri drykkju eftir að þær höfðu fengið þennan órexínblokkara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert