Líklegt að ÍBV dragi lið sitt úr keppni

Flest bendir til þess að Íslandsmeistarar síðasta árs í handknattleik kvenna, ÍBV, dragi lið sitt úr keppni á Íslandsmótinu fyrir helgina. Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, sagði við Morgunblaðið í gær að það væri líklegasta niðurstaðan þar sem illa gengi að manna liðið og kljúfa fjárhagsskuldbindingar.

„Ég ræð þessu ekki einn en það verður tekin endanleg ákvörðun í málinu á morgun [í dag] eða í síðasta lagi á föstudag," sagði Hlynur.

Marina Tankiskaya, öflug handknattleikskona frá Aserbaídsjan, kom til liðs við ÍBV á dögunum og skoraði 12 mörk gegn Gróttu í undanúrslitum bikarkeppninnar í fyrrakvöld. Hún fær hinsvegar ekki vegabréfsáritun og er á leið af landi brott á ný.

„Það tekur lengri tíma að fá dvalar- og atvinnuleyfi og hún fékk því miður aðeins sjö daga dvalarleyfi sem ferðamaður. Útlendingastofnun hefur reynst okkur vel í gegnum tíðina en í þessu máli voru liðlegheitin engin. Þar af leiðandi eigum við ekki lengur nægan mannskap til að halda út liðinu, erum með þrjá útlendinga og eina heimastúlku á meistaraflokksaldri en hitt eru allt leikmenn úr yngri flokkunum," sagði Hlynur Sigmarsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert