Lasse Jörgensen aftur í Keflavík

Lasse Jörgensen lék hér á landi undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar …
Lasse Jörgensen lék hér á landi undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar síðasta sumar. mbl.is/Jón Örvar Arason

Lasse Jörgensen danski markmaðurinn knái sem lék með Keflvíkingum síðasta sumar í Pepsideildinni í knattspyrnu mun koma til landsins í dag og leika með Keflvíkingum út tímabilið.

Þetta staðfesti formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur Þorsteinn Magnússon við Morgunblaðið í gærkvöldi eftir leik Keflvíkinga og Breiðabliks.

„Hann hefur skrifað undir samning og allt ætti að vera klárt hjá honum.  Ómar (Jóhannsson, markvörður) er að komast í flott form en lítið má útaf bregða og því tókum við þessa  ákvörðun,“ sagði Þorsteinn.

Aðspurður um hvort fleiri leikmenn væru á leið til liðsins hafði Þorsteinn þetta að segja: „Það var nú ekkert á prjónunum hjá okkur en eftir þennan leik hér í kvöld þá er aldrei að vita.“ 

Lasse er 26 ára gamall og hafði áður en hann kom til Keflavíkur leikið með Silkeborg í Danmörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert