Viktor Unnar í raðir Selfyssinga

Viktor Unnar í leik með Val.
Viktor Unnar í leik með Val. mbl.is/Kristinn

Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason er genginn til liðs við Selfoss frá Val. Þetta staðfesti Guðmundur Benediktsson þjálfari Selfyssinga í samtali við mbl.is. Hann segir ekki von á fleiri leikmönnum austur fyrir fjall áður en félagaskiptagluggi KSÍ lokar 1. ágúst.

Viktor Unnar er fjórði leikmaðurinn sem semur við Selfyssinga á skömmum tíma en áður höfðu tveir leikmenn frá Fílabeinsströndinni og einn frá Svíþjóð samið við félagið. Vonast er til að búið verði að ganga frá félagaskiptum í tæka tíð fyrir leikinn við KR í Pepsideildinni á sunnudaginn.

Viktor Unnar er 20 ára gamall og hóf meistaraflokksferilinn með Breiðabliki áður en hann hélt til Englands þar sem hann var hjá Íslendingaliðinu Reading. Hann kom til Vals fyrir síðustu leiktíð og tók þátt í 17 deildarleikjum en hefur aðeins tekið þátt í fimm á þessari leiktíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert