Óli Baldur skoraði fimm í bikarnum

Óli Baldur Bjarnason í leik með Grindavík.
Óli Baldur Bjarnason í leik með Grindavík. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Óli Baldur Bjarnason skoraði fimm mörk fyrir Grindavíkurliðið GG þegar það sigraði lið Snæfells og Dalamanna, 7:1, í fyrstu umferð bikarkeppni KSÍ, Borgunarbikars karla, í Reykjaneshöllinni í gær.

Óli Baldur, sem hefur lengi leikið með Grindvíkingum en skipti yfir til 4. deildarliðs GG í vetur, skoraði fimm fyrstu mörk liðsins og fjögur þeirra á 20 mínúta kafla í seinni hálfleiknum.

Óvæntustu úrslitin til þessa eru 1:0 sigur 4. deildarliðs Álftaness á 2. deildarliði Vestra í gær. Egill Már Hreinsson skoraði markið á fyrstu mínútu leiksins. Þess má geta að markakóngur úrvalsdeildarinnar frá árinu 2010, Gilles Mbang Ondo, leikur með liði Vestra í ár, en hann skoraði 14 mörk fyrir Grindavík umrætt tímabil.

Úrslit í 1. umferð bikarkeppninni til þessa:

Fjarðabyggð - Einherji 1:0
GG - Snæfell/UDN 7:1
SR - ÍH 1:3
KF - Tindastóll 3:6
Ægir - Ýmir 3:2
KFS - Hamar 1:4
Víðir - Mídas 4:1
Berserkir - Skallagrímur 3:1
Augnablik - Ísbjörninn 6:0
Álftanes - Vestri 1:0
Geisli - Nökkvi 1:7
Árborg - KB 5:1
Kári - Léttir 6:2
KV - Þróttur V. 0:2
Elliði - Kormákur/Hvöt 3:6

Í dag mætast:
Höttur - Sindri
Dalvík/Reynir - Drangey
Reynir S. - Kórdrengir
Stokkseyri - Kría
KH - Hvíti riddarinn
Kóngarnir - Afríka
Vatnaliljur - Úlfarnir
Afturelding - Grótta
Gnúpverjar - KFR
KFG - Vængir Júpíters
Stál-úlfur - Njarðvík (mánudag)

2. umferð er leikin um næstu helgi og þar mætast:

Selfoss - Kormákur/Hvöt
HK - Fram
Keflavík - Víðir
Tindastóll - Þór
GG - Þróttur V.
Álftanes - Ægir
Stál-úlfur eða Njarðvík - ÍR
ÍH - KH eða Hvíti riddarinn
KFG eða Vængir Júpíters - Afturelding eða Grótta
Reynir S. eða Kórdrengir - Haukar
Berserkir - Gnúpverjar eða KFR
Stokkseyri eða Kría - Leiknir R.
Höttur eða Sindri - Huginn
Fylkir - Vatnaliljur eða Úlfarnir
Árborg - Hamar
Kári - Augnablik
Nökkvi - Magni
Kóngarnir eða Afríka - Þróttur R.
Dalvík/Reynir eða Drangey - Völsungur
Fjarðabyggð - Leiknir F.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert