Ísland og Færeyjar saman í riðli fyrir HM

Ísland er á leið á EM í sumar og er …
Ísland er á leið á EM í sumar og er komið í riðil fyrir undankeppni HM 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í athyglisverðum riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi sumarið 2019. Dregið var í riðla undankeppninnar nú rétt í þessu.

Ísland var í öðrum styrkleikaflokki fyrir dráttinn og er í 5. undanriðlinum. Ber þar hæst að ríkjandi Evrópumeistarar Þýskalands drógust í riðilinn úr efsta styrkleikaflokki. Hin liðin í riðlinum eru svo Tékkland, Slóvenía og Færeyjar, en .etta er í fyrsta sinn sem frændþjóðirnar eru saman í undankeppni stórmóts í kvennaflokki.

Sig­ur­veg­ar­ar hvers riðils munu tryggja sér sæti í loka­keppn­inni, auk þess sem liðin fjög­ur sem ná besta ár­angr­in­um í öðru sæti spila inn­byrðis um sæti í loka­keppn­inni.

Undankeppnin hefst næsta haust og lýkur í september 2018, en alla undanriðlana má sjá hér að neðan.

Riðill 1: England, Rússland, Wales, Bosnía og Hersegóvína, Kasakstan.

Riðill 2: Sviss, Skotland, Pólland, Hvíta-Rússland, Albanía.

Riðill 3: Noregur, Holland, Írland, Slóvakía, Norður-Írland.

Riðill 4: Svíþjóð, Danmörk, Úkraína, Ungverjaland, Króatía.

Riðill 5: Þýskaland, Ísland, Tékkland, Slóvenía, Færeyjar.

Riðill 6: Ítalía, Belgía, Rúmenía, Portúgal, Moldóva.

Riðill 7: Spánn, Austurríki Finnland, Serbía, Ísrael.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert