„Ekki erfitt fyrir liðin að gíra sig upp“

Sonný Lára Þráinsdóttir.
Sonný Lára Þráinsdóttir. mbl.is/Golli

Breiðablik á ennþá möguleika á Íslandsmeistaratitlinum fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Breiðablik vann góðan útisigur á ríkjandi meisturum í Stjörnunni í Garðabænum í 17. og næstsíðustu umferð.

„Þetta var flottur sigur hjá okkur. Við ætluðum okkur að vinna og gerðum það,“ sagði markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir þegar Morgunblaðið spjallaði við hana í gær en hún hélt marki sínu hreinu í 2:0 sigri, í ellefta skipti í sautján leikjum liðsins í deildinni á þessu ári.Breiðablik tekur á móti Grindavík næstkomandi fimmtudag og á sama tíma verður FH í heimsókn hjá Þór/KA. Akureyringar hafa verið á toppnum í allt sumar en nú munar einungis tveimur stigum á liðunum. Breiðablik er með betri markatölu en Þór/KA og fari svo að Blikar vinni Grindvíkinga þá verða Akureyringar að vinna FH-inga til að verða meistarar.

Sonný segir ekki gott að vera í þeirri stöðu að þurfa að treysta á aðra. „Við eigum tölfræðilegan séns en þetta er í höndum Þórs/KA. Mótið er ekki búið fyrr en það er búið og því getur allt gerst. Við höfum engu að tapa og verðum einfaldlega að vinna okkar leik og treysta á aðra sem er frekar óþægilegt. FH er hörkulið en liðið hefur þannig séð að engu að keppa í ljósi þess að FH getur ekki farið sæti ofar eða neðar í töflunni. Þór/KA hefur hins vegar allt að vinna. Þarf bara að vinna sinn leik og þá er liðið Íslandsmeistari og því verður ekki mikið mál fyrir hvorki þær né okkur að gíra sig upp í lokaleikina,“ sagði Sonný en Blikar hafa safnað mörgum stigum í síðustu umferðum.

Sjá allt viðtalið við Sonný í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert