Kristján Jónsson

Kristján hefur verið viðloðandi íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000, fastráðinn frá 2010-2013 en er lausamaður á deildinni samhliða námi við Háskóla Íslands frá haustinu 2013. Hann hefur einnig skrifað fyrir Ský, Ísafold og Viðskiptablaðið. Kristján er með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ. Twitter: @KristjanJons

Yfirlit greina

Þolinmóðir sigurvegarar á fyrsta stigamóti GSÍ

12:40 „Þetta er frábær tilfinning og ísinn er brotinn á Eimskipsmótaröðinni,“ sagði hinn 19 ára gamli Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG í samtali við golf..is vef GSÍ eftir sigurinn á Egils Gullmótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru. Meira »

Fáum það besta úr báðum heimum

19.5. Viðar Halldórsson, doktor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur ráðist í að rannska hvers vegna íslensk A-landslið í hópíþróttum hafa náð jafn langt á alþjóðlegum vettvangi og raun ber vitni, síðasta áratuginn eða svo. Meira »

„Við brotnuðum niður í öreindir“

18.5. Alexander Júlíusson, leikmaður Vals, var afar vonsvikinn yfir því hvernig hann og samherjar hans brugðust við mótlæti í kvöld þegar FH vann Val 30:25 í fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Meira »

Enn einn útisigurinn

18.5. FH-ingar knúðu fram oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik í kvöld. Valur og FH mættust fjórða sinn í úrslitum Íslandsmóts karla í Valshöllinni og hafði FH betur, 30:25. Staðan í rimmu liðanna er því 2:2 og hafa allir leikirnir unnist á útivöllum en vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari. Meira »

„Hugurinn stefnir hærra“

18.5. Stjarnan úr Garðabæ ætlar sér greinilega að mjaka sér upp úr neðri hluta Olís-deildar karla í handbolta á næsta tímabili. Frá því að keppni lauk hjá Stjörnunni hefur liðið tryggt sér einn sterkasta varnarmann landsins, Bjarka Má Gunnarsson, og einn efnilegasta leikstjórnanda landsins, Aron Dag Pálsson. Meira »

Þrenna enn möguleiki

15.5. Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik. Meira »

„Ekki gaman að eiga inni eftir svona leik“

14.5. Guðrún Ósk Maríasdóttir stóð fyrir sínu í marki Fram og varði 17 skot en varð að sætta sig við tap 23:19 fyrir Stjörnunni í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í Garðabæ í dag. Meira »

Síðasta skrefið getur reynst erfitt

13.5. Fram getur á morgun tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í handbolta þegar liðið heimsækir Stjörnuna í Mýrina í Garðabænum. Meira »

Sparslar í afreksmenn

20.5. Pétur Örn Gunnarsson er ekki þekktasta nafnið í íþróttaheiminum á Íslandi. Engu að síður er hann sjaldnast langt undan þegar margir af vinsælustu íþróttamönnum þjóðarinnar mæta til keppni. Meira »

„Einn besti leikur okkar í vetur“

18.5. Ásbjörn Friðriksson skilaði 6 mörkum þegar FH lagði Val að velli 30:25 í fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik á Hlíðarenda í kvöld. Meira »

„Fékk góða tilfinningu strax í gær“

18.5. Halldór Jóhann Sigfússon má vera ánægður með sína menn í FH sem í kvöld knúðu fram oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik með 30:25 sigri á Val í fjórða úrslitaleik liðanna á Hlíðarenda. Meira »

Kappsemi og dugnaður

18.5. Kastljósinu er beint að Öglu Maríu Albertsdóttur, leikmanni Stjörnunnar, í íþróttablaðinu í dag að lokinni 4. umferð í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Agla átti sinn þátt í góðum 3:1-útisigri liðsins á Val á Hlíðarenda. Skoraði þriðja og síðasta mark Stjörnunnar auk þess að leggja upp fyrsta mark liðsins fyrir Sigrúnu Ellu Einarsdóttur. Meira »

Rann eitrað blóðið til skyldunnar

16.5. Þormóði Árna Jónssyni tókst að verða Norðurlandameistari í júdó í Trollhättan í Svíþjóð á sunnudaginn þrátt fyrir að vera nýhættur á sýklalyfjum vegna blóðeitrunar. Meira »

Fóru betur með forskotið en áður

14.5. Sólveig Lára Kjærnested dró vagninn í sóknarleik Stjörnunnar þegar liðið lagði Fram að velli 23:19 í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í Garðabæ í dag. Meira »

Bikarmeistararnir minnkuðu muninn

14.5. Engin verðlaunaafhending verður í Mýrinni í Garðabæ í dag. Stjarnan hafði betur gegn Fram, 23:19, í þriðja úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik í TM-höllinni. Fram er þá 2:1 yfir í úrslitarimmunni en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Meira »

Vill sýna að ákvörðunin hafi verið rétt

12.5. Svava Rós Guðmundsdóttir lék á als oddi gegn sínum gömlu samherjum þegar Breiðablik lagði Val að velli 3:0 í 3. umferð Pepsí-deildarinnar í knattspyrnu. Meira »