Kristján Jónsson

Kristján hefur verið viðloðandi íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000, fastráðinn frá 2010-2013 en er lausamaður á deildinni samhliða námi við Háskóla Íslands frá haustinu 2013. Hann hefur einnig skrifað fyrir Ský, Ísafold og Viðskiptablaðið. Kristján er með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ. Twitter: @KristjanJons

Yfirlit greina

Breiðablik fór upp fyrir ÍBV

Í gær, 21:19 Breiðablik hafði betur 2:0 gegn Fylki í Árbæ í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Breiðablik fer þá upp fyrir ÍBV í 3. sæti deildarinnar með 27 stig eins og Stjarnan sem er í 2. sæti. Fylkir er í næstneðsta sæti með 5 stig. Meira »

Ólafía á réttri leið

Í gær, 07:51 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur með árangri sínum á árinu tryggt sér takmarkaðan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Meira »

Fyrsti leikur fyrirliðans í miðverði

12.8. „Þetta er ógeðslega gaman. Maður vill fá að lyfta bikurum og fá að vera í fararbroddi fyrir þennan hóp er bara yndislegt. Gerir sigurinn bara enn sætari,“ sagði Sindri Snær Magnússon, fyrir ÍBV, í samtali við mbl.is eftir að hafa veitt Borgunarbikarnum viðtöku á Laugardalsvelli í dag. Meira »

„Eyjamenn voru töluvert betri en við“

12.8. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, tók tapinu í bikarúrslitaleiknum í dag af reisn og óskaði ÍBV til hamingju með sigurinn.   Meira »

Eyjamenn bikarmeistarar

12.8. ÍBV sigraði í Borgunarbikar karla í knattspyrnu. ÍBV hafði betur 1:0 gegn FH í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Fyrsti titill karlaliðs ÍBV í nítján ár. Meira »

Arnar heldur starfi sínu hjá Lokeren

10.8. Hafnfirðingurinn Arnar Þór Viðarsson er ekki á förum frá Lokeren þótt Rúnari Kristinssyni hafi verið sagt upp störfum í gær. Arnar var aðstoðarþjálfari og mun samkvæmt heimildarmanni Morgunblaðsins í Belgíu halda starfi sínu. Meira »

„Við höfðum opnanir“

2.8. Atli Guðnason sagði FH hafa vantað meiri gæði til að gera sér mat úr góðum stöðum í Evrópuleiknum gegn Maribor í kvöld. Maribor sigraði 1:0 eins og í fyrri leiknum og FH er því úr leik í Meistaradeild Evrópu. Meira »

Þokkalega ánægð með árangurinn

2.8. Íslenska sendisveitin var sátt við árangur Íslendinga á heimsmeistaramótinu sem lauk í Ungverjalandi um helgina. Morgunblaðið ræddi í gær við liðsstjórann Magnús Tryggvason en ekki þarf að koma á óvart að hann segir árangur Hrafnhildar Lúthersdóttur í 50 metra bringusundi hafa staðið upp úr. Þar hafnaði Hrafnhildur í 10. sæti og setti Íslandsmet eins og fram kom í Morgunblaðinu á mánudaginn. Meira »

Ísland fyrsti fundarstaðurinn

Í gær, 10:25 Sænska skíðakonan Pernilla Wiberg er stödd á landinu til þess að ræða við íslenska ólympíufara. Wiberg átti stórbrotinn feril í skíðabrekkunum og segist nú reyna að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Meira »

„Ekki fyrsta ljóta markið“

14.8. Karlalið ÍBV í knattspyrnu fagnaði fyrsta stóra titli sínum í nítján ár á laugardaginn þegar liðið hafði betur gegn FH, 1:0, í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli. Meira »

„Eigum hundrað sinnum betri stuðningsmenn“

12.8. Bakvörðurinn efnilegi, Felix Örn Friðriksson, var í liði ÍBV sem tapaði í bikarúrslitum í fyrra og gat því leyft sér að fagna í dag þegar ÍBV vann FH í úrslitum Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli. Meira »

„Eyjamenn eru gleðipinnar“

12.8. Kristján Guðmundsson stýrði ÍBV til sigurs í Borgunarbikar karla í dag á sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins. ÍBV lagði FH að velli 1:0 í úrslitaleiknum. Meira »

Valdís mun reyna við LPGA

12.8. Atvinnukylfingurinn frá Akranesi, Valdís Þóra Jónsdóttir, ætlar að fara í úrtökumót fyrir bandarísku LPGA-mótaröðina en þar er um að ræða mótaröðina sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á. Meira »

Hleypur 192 km á viku

4.8. Spretthlauparinn Usain Bolt er ekki sá eini sem stefnir að því að kveðja með stæl á HM í frjálsum í London. Ólympíumeistarinn í fimm og tíu þúsund metrum, Mo Farah, hefur lagt hart að sér í aðdraganda HM. Meira »

FH úr leik í Meistaradeildinni

2.8. FH féll úr keppni í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli í kvöld þegar liðið tapaði 0:1 fyrir Maribor frá Slóveníu. Maribor vann fyrri leikinn í Slóveníu, 1:0 og samtals 2:0. FH fær hins vegar keppnisrétt í forkeppni Evrópudeildarinnar og Evrópuleikjum liðsins er því ekki lokið þetta sumarið. Meira »

„Nauðsynlegt eftir tvo tapleiki“

31.7. Alex Freyr Hilmarsson var frískur í framlínu Víkings í kvöld þegar liðið hafði betur gegn Grindavík 2:1 í Pepsí-deildinni og kom við sögu í síðara marki liðsins. Meira »