Kristján Jónsson

Kristján hefur verið viðloðandi íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000, fastráðinn frá 2010-2013 en er lausamaður á deildinni samhliða námi við Háskóla Íslands frá haustinu 2013. Hann hefur einnig skrifað fyrir Ský, Ísafold og Viðskiptablaðið. Kristján er með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ. Twitter: @KristjanJons

Yfirlit greina

„Bjóst ekki við svo stórum sigri“

Í gær, 20:35 Ýmir Örn Gíslason stóð sig virkilega vel í miðri vörn Vals á Hlíðarenda í dag, þegar Valur sigraði Potaissa frá Rúmeníu 30:22, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Meira »

Öruggur sigur Vals í fyrri leiknum

Í gær, 19:28 Valur er með átta marka forskot að loknum fyrri leiknum gegn Potaissa Turda frá Rúmeníu í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Valur hafði betur 30:22 á Hlíðarenda í kvöld. Meira »

Faraldur vítakeppna geisar

í gær Með einungis nokkurra daga millibili hafa handboltaunnendur í tvígang fengið að sjá vítakeppni í úrslitakeppnum Íslandsmótsins. Annars vegar hjá Haukum og Fram í karlaflokki síðasta laugardag og hins vegar hjá Stjörnunni og Gróttu í kvennaflokki á fimmtudagskvöldið. Meira »

Skrattinn hittir ömmu sína

18.4. Úrslitarimmurnar um Íslandsmeistaratitlana í körfuknattleik hefjast hjá báðum kynjum í kvöld. Morgunblaðið fékk tvo kunna þjálfara úr Dominos-deildunum til að ræða um rimmurnar sem framundan eru. Meira »

„Tel okkur vera töluvert betri“

13.4. Ágúst Björgvinsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfuknattleik, gat andað léttar í kvöld eftir að ljóst varð að Valur yrði í efstu deild næsta vetur. Þetta varð ljóst eftir yfirburðasigur Vals á Hamri á Hlíðarenda í oddaleik í kvöld 109:62. Meira »

„Skemmtilegra en að skjóta á markið“

11.4. Tjörvi Þorgeirsson dældi sendingum inn á línumenn Hauka í 28:24 sigri Íslandsmeistaranna gegn Fram í kvöld. Staðan í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum er nú jöfn 1:1. Meira »

Nýta þarf tækifærin sem maður fær

10.4. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, sagði að sínir menn hefðu þurft að ná upp stærra forskoti í fyrri hálfleik gegn Aftureldingu í kvöld. Afturelding sigraði 31:17 en Selfoss var yfir 9:8 að loknum fyrri hálfleik. Meira »

Stórsigur hjá Aftureldingu

10.4. Afturelding vann Selfoss 31:17 í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Afturelding er þar af leiðandi 1:0 yfir í rimmu liðanna en vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. Meira »

„Takk fyrir stuðninginn“

Í gær, 20:09 „Mér fannst við spila góðan varnarleik í dag og vera skynsamir í sókninni,“ sagði Anton Rúnarsson, leikstjórnandi Vals, í samtali við mbl.is á Hlíðarenda þar sem Valur vann Potaissa frá Rúmeníu 30:22 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Meira »

Krafa um 18 holur afnumin

í gær Golfsamband Íslands hefur, fyrst allra landssambanda í alþjóða-golfhreyfingunni svo vitað sé, afnumið ákvæði í reglugerðum sínum um að golfmót á vegum þess þurfi að fara fram á 18-holna völlum. Meira »

Erfiðara þegar árunum fjölgar

21.4. Einhver litríkasti persónuleiki í körfuboltanum hérlendis síðasta áratuginn eða svo, Justin Shouse, hefur ákveðið að láta staðar numið sem leikmaður. Meira »

Þúsundþjalasmiður íþróttanna

15.4. Milfred „Babe“ Didrikson Zaharias. Kona sem bar þetta áhugaverða nafn hlýtur að teljast á meðal fjölhæfustu afrekskvenna í íþróttasögunni. Hún náði framúrskarandi árangri í frjálsum og golfi en lét að sér kveða í fleiri greinum. Var hún á meðal fyrstu kvenna sem varð fræg fyrir íþróttaafrek. Meira »

Valur skoraði 109 stig í oddaleiknum

12.4. Valur rótburstaði Hamar, 109:62, þegar liðin mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Valshöllinni á Hlíðarenda í kvöld. Valur leikur þar af leiðandi í efstu deild að ári og fylgir Hetti upp um deild. Meira »

Meistararnir knúðu fram oddaleik

11.4. Fram og Haukar mætast öðru sinni í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Framhúsinu í kvöld og höfðu Haukar betur 28:24. Staðan í rimmu liðanna er því 1:1 og oddaleikurinn verður á Ásvöllum á laugardaginn. Meira »

Býr sig undir hátíð á Selfossi

10.4. „Við þurfum að undirbúa okkur fyrir annað stríð á Selfossi. Þeir verða þá á heimavelli í fyrsta skipti í úrslitakeppni síðan 1996 að mér skilst. Þar verður örugglega hátíð,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, þegar mbl.is spjallaði við hann að loknum sigurleiknum gegn Selfossi í kvöld. Meira »

Bið eftir úrslitakeppninni síðasta mánuðinn

10.4. Ernir Hrafn Arnarson segist hafa trú á því að leikur Aftureldingar muni smella saman á réttum tíma en liðið mætir Selfossi í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar í handbolta. Meira »