Kristján Jónsson

Kristján hefur verið viðloðandi íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000, fastráðinn frá 2010-2013 en er lausamaður á deildinni samhliða námi við Háskóla Íslands frá haustinu 2013. Hann hefur einnig skrifað fyrir Ský, Ísafold og Viðskiptablaðið. Kristján er með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ. Twitter: @KristjanJons

Yfirlit greina

„Erum vel hvíldar“

18:25 Hallbera Guðný Gísladóttir segir landsliðskonurnar í fótboltanum ekki sökkva sér ofan í umræðuna á samfélagsmiðlunum en tekur þó fram að skemmtilegra sé að renna yfir kveðjurnar þegar vel gengur. Meira »

Dagný sinnti aðdáendum Bayern

12:39 Dagný Brynjarsdóttir sinnti aðdáendum síns gamla liðs, Bayern München, að loknum sigurleiknum gegn Þýskalandi í Wiesbaden á föstudagskvöldið. Meira »

Heimanámið skilaði hæstu einkunn

í gær Gærdagurinn var stór dagur í íslenskri knattspyrnu. Ísland fór til Wiesbaden í Þýskalandi og sigraði Þýskaland 3:2 í undankeppni HM. Meira »

„Aldrei verið jafn ánægð“

í gær „Ég held bara að ég hafi aldrei verið jafn ánægð,“ sagði varnarmaðurinn ungi, Ingibjörg Sigurðardóttir þegar mbl.is spurði hana hvernig henni leið þegar flautað var til leiksloka á Brita-leikvanginum í Wiesbaden í gær þar sem Ísland kom öllum á óvart og vann Þýskaland 3:2 í undankeppni HM. Meira »

Eitt ljúfasta augnablik ferilsins

20.10. „Að sjá boltann í netinu var eitt ljúfasta augnablik á fótboltaferlinum mínum. Geggjað,“ sagði landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen við mbl.is um markið sem hún skoraði í 3:2 sigrinum á Þýskalandi í undankeppni HM í Wiesbaden. Meira »

„Hollt og gott að láta sig dreyma“

20.10. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það sé bara hollt og gott að láta sig dreyma,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari þegar mbl.is spurði hann hvort of snemmt væri að láta sig dreyma um að kvennalandsliðið komist í lokakeppni HM 2019 eftir magnaðan 3:2 sigur í undankeppni HM í Þýskalandi. Meira »

Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi

20.10. Rakel Hönnudóttir fær tækifæri á ný sem hægri bakvörður þegar Ísland mætir Þýskalandi í Wiesbaden klukkan 14 að íslenskum tíma í undankeppni HM. Meira »

Með mikilvægari leikjum

20.10. Varnarmaðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir segir mikilvægi leikjanna gegn Þýskalandi og Tékklandi vera ótvírætt fyrir Ísland í undankeppni HM í knattspyrnu. Meira »

Landsliðið fékk frí í dag

17:03 Kvennalandsliðið í knattspyrnu skilaði sér á tíunda tímanum í gærkvöldi, að staðartíma, á leikstað í Znojmo í Tékklandi.   Meira »

Fylgir geggjuð tilfinning

í gær „Þetta er örugglega einn besti leikur sem ég hef átt á ferlinum en þetta var liðssigur,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir við Morgunblaðið eftir stórbrotinn sigur á Þýskalandi, 3:2, í Wiesbaden í undankeppni HM. Dagný skoraði tvö mörk og lagði upp eitt en sagðist hafa þurft á góðri frammistöðu að halda. Meira »

„Sturluð úrslit“

í gær Fanndís Friðriksdóttir lék sem framherji í tveggja manna sóknarlínu íslands gegn Þýskalandi í 3:2 sigrinum sæta í Wiesbaden í gær en fótboltáhugafólk er vanara því að sjá hana á kantinum í landsliðinu. Meira »

Gula spjaldið var þess virði

20.10. Markvörðurinn reyndi, Guðbjörg Gunnarsdóttir, stóð sig virkilega í marki Íslands í 3:2 sigrinum sögulega í Þýskalandi í dag og verður ekki sökuð um mörkin tvö. Meira »

„Vorum betra liðið á vellinum“

20.10. „Þetta er ótrúlega stórt í sögulegu samhengi,“ sagði miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir stórkostlegan 3:2 sigur á Þýskalandi í Wiesbaden í undankeppni HM í knattspyrnu í dag. Meira »

Íslenskur sigur á ólympíumeisturunum

20.10. Einhver óvæntustu úrslit í sögu íslenskrar knattspyrnu litu dagsins ljós í Wiesbaden í Þýskalandi í dag þegar Ísland skellti ólympíumeisturum Þýskalands 3:2 í annarri umferð í undankeppni HM 2019 kvenna í knattspyrnu. Meira »

Góð varnarvinna lykillinn að sigri

20.10. „Ég held að búast megi við góðri varnarvinnu hjá okkur, þéttum og góðum varnarleik,“ sagði miðvörðurinn reyndi, Sif Atladóttir, þegar Morgunblaðið ræddi við hana fyrir landsliðsæfingu í gær. Meira »

Afreksmaður í Laugardalnum

20.10. Heimsmethafinn í langstökki fatlaðra, Markus Rehm, verður gestur á hinum árlega Paralympics-degi í Laugardalshöll á morgun þar sem starf Íþróttasambands fatlaðra er kynnt fyrir almenningi. Meira »