Kassim Doumbia yfirgefur FH

Kassim Doumbia.
Kassim Doumbia. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Miðvörðurinn Kassim Doumbia verður ekki áfram í herbúðum FH en Malímaðurinn hefur spilað með FH undanfarin fjögur ár.

Frá þessu var greint á Stöð 2 í kvöld en samningur hans við Hafnarfjarðarliðið rennur út um áramótin.

Kassim lék alls 72 leiki með FH-ingum í Pepsi-deildinni og skoraði í þeim átta mörk. Hann varð tvívegis Íslandsmeistari með FH, 2015 og 2016.

Í spjalli við mbl.is á dögunum sagði Kassim að framtíð hans væri óráðin en óhætt er að segja að hann hafi sett skemmtilegan svip á íslenska fótboltann þau ár sem hann hefur spilað með FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert