Steven Lennon í Breiðablik?

Steven Lennon.
Steven Lennon. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik hefur mikinn áhuga á að fá Steven Lennon, framherja FH, í sínar raðir og hafa viðræður átt sér stað á milli Breiðabliks og Lennon. Vefsíðan 433.is greinir frá þessu í dag. 

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur hins vegar lítinn áhuga á að missa skoska framherjann og eru viðræður um nýjan samning í gangi. 

Núgildandi samningur Lennon við FH rennur út 15. október og samkvæmt reglum KSÍ má hann ræða við önnur félög, svo lengi sem hann láti forráðamenn FH vita. 

„Eins og fram hefur komið þá hafa þeir boðist til að kaupa hann í vetur, þeir óskuðu svo eftir því að fá að ræða við hann um samning en því var hafnað af okkar hálfu,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við 433.is. 

Samkvæmt reglum KSÍ má Lennon ræða við önnur félög, séu sex mánuðir eða minna eftir af núgildandi samningi hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert