Mikilvægari en margur

Íslendingar fagna marki Kára Árnasonar gegn heimsmeisturum Frakka í síðustu …
Íslendingar fagna marki Kára Árnasonar gegn heimsmeisturum Frakka í síðustu viku. AFP

Ísland tekur á móti Sviss í 2. riðli Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18.45 á Laugardalsvelli en Íslenska liðið á harma að hefna gegn sterku liði Sviss.

Í fyrstu umferðinni tapaði Ísland 6:0 fyrir Svisslendingum ytra í St. Gallen en íslenska liðið var afar ólíkt sjálfu sér í leiknum í Sviss.

Framherjinn Alfreð Finnbogason og kantmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson voru ekki með í leiknum í Sviss og munar um minna en þeir eru báðir klárir í slaginn í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson er meiddur, sem og Emil Hallfreðsson. Birkir Már Sævarsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru báðir tæpir en Erik Hamrén, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi liðsins í Laugardalnum í gær. Hörður Björgvin Magnússon, varnarmaður CSKA Moskvu í Rússlandi, ætti hins vegar að vera klár í slaginn gegn Sviss sem eru góðar fréttir fyrir íslenska liðið.

Þrjú stig gætu dugað

Markmið íslenska liðsins, áður en Þjóðadeildin hófst í september, var að vera í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2020 sem fer fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu. Dregið verður í desember. Fyrirkomulagið fyrir undankeppnina er breytt en í undankeppninni munu tvö efstu lið hvers riðils fara beint í lokakeppnina og því ekkert umspil fyrir lið í 2. eða 3. sæti eins og í undanförnum keppnum.

Eins og staðan er núna er Ísland eina liðið í A-deild Þjóðadeildarinnar sem er án stiga. Þrjú stig í kvöld myndu hins vegar gera mikið fyrir liðið því efstu tíu af tólf liðum í A-deildinni fara beint í efsta styrkleikaflokk. Þrjú stig gætu því dugað liðinu til þess að enda í efsta styrkleikaflokki en Þýskaland, Pólland, England og Króatía eru öll með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðir Þjóðadeildarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert