Á ekki að spila á gervigrasi í undankeppni EM

Erik Hamrén.
Erik Hamrén. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland leikur við Andorra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM karla í fótbolta á Esta­di Nacional, þjóðarleik­vangi Andorra, kl. 19:45 annað kvöld. Grasið á vellinum er langt frá því að vera gott. 

Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi í Andorra í dag og er hann allt annað en hrifinn af undirlaginu. 

„Ég held að bara einn okkar spili á gervigrasi, heima á Íslandi, en aðrir spila á grasi. Að mínu mati er gott að hafa gervigras með þegar þess þarf, sérstaklega í Skandinavíu þar sem er kaldara, en að mínu mati ætti ekki að spila á gervigrasi í undankeppni EM. Það er önnur íþrótt," sagði Hamrén um völlinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert