Óvíst hvort Aron spili á morgun

Rúrik Gíslason og Aron Einar Gunnarsson undirbúa sig fyrir leikinn …
Rúrik Gíslason og Aron Einar Gunnarsson undirbúa sig fyrir leikinn við Andorra. mbl.is/Sindri

Óvissa ríkir um hvort Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði verði í byrjunarliðinu gegn Andorra í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM í fótbolta annað kvöld. Völlurinn í Andorra er ekki eins og best verður á kosið og gæti Aron því fengið hvíld. 

„Standið á mér er fínt. Ég hef tekið þátt í æfingum og líður vel. Þetta verður bara að koma í ljós á morgun. Ég ætla ekki að gefa neitt út núna um hvort ég byrja eða ekki. Það er þjálfarinn sem velur liðið,“ sagði Aron á blaðamannafundi í Andorra í dag. 

Annars eru allir klárir í slaginn fyrir leikinn. Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti að allir yrðu með á æfingu í dag, en vildi ekki gefa neitt upp varðandi byrjunarlið sitt. „Þið fáið ekki að vita liðið núna,“ sagði sá sænski. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert