Baldur lá undir feldi í brúðkaupsferðinni

Baldur Sigurðsson tekur í spaðann á sínum nýja þjálfara, Ólafi …
Baldur Sigurðsson tekur í spaðann á sínum nýja þjálfara, Ólafi Kristjánssyni. Ljósmynd/FHingar.net

Knattspyrnumaðurinn Baldur Sigurðsson hafði á mánudaginn félagaskipti úr Stjörnunni í FH. Mývetningurinn hefur spilað fyrir nokkur af stærstu liðum landsins en hann vann titla með KR og Keflavík fyrr á ferlinum.

Hann er spenntur fyrir nýrri áskorun og valdi FH fram yfir önnur lið í efstu deild sem höfðu samband.

„Mér finnst spennandi að vera kominn í FH og gott að vera búinn að ganga frá þessu. Í gegnum tíðina hefur FH tvisvar haft samband við mig og ég hef áður íhugað að ganga til liðs við félagið enda sigursælasta liðið á þessari öld. Ég er virkilega ánægður með niðurstöðuna,“ sagði Baldur þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær og ónáðaði hann við störf hjá Mannviti. Spurður um hvort hann hafi haft úr mörgu að velja gat Baldur ekki neitað því en tók fram að hann vildi ekki spila sig stóran eins og hann orðaði það.

„Áhuginn var fyrir hendi. Sumar fyrirspurnir afgreiddi ég strax og þá frá liðum í neðri deildunum því ég vildi sjá hvað væri í boði í efstu deild. Það voru fimm lið úr úrvalsdeildinni sem hringdu í mig. Ég ræddi við nokkur sem mér fannst spennandi og ég valdi í raun á milli tveggja liða þegar ég tók ákvörðun. Það er ánægjulegt að þjálfarar landsins hafi enn trú á mér.“

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert