Íslandsmótið í fótbolta byrjar 30. apríl

Íslandsmótið hefst föstudaginn 30. apríl.
Íslandsmótið hefst föstudaginn 30. apríl. Ljósmynd/Á​rni Torfa­son

Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í kvöld að Íslandsmótið í knattspyrnu 2021 hæfist föstudaginn 30. apríl með keppni í úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildinni.

Fyrsta umferðin átti að fara fram dagana 22. til 24. apríl en er seinkað til 30. apríl til 2. maí. 

Keppni í Mjólkurbikar karla sem átti að hefjast 8. apríl hefst í staðinn föstudaginn 23. apríl en mótanefnd KSÍ hefur annars ákveðið að hefja mótin sem hér segir:

Mjólkurbikar karla

  • Keppni Mjólkurbikars karla hefst 23. apríl og verður 1. umferð keppninnar leikin dagana 23. - 25. apríl.
  • 2. umferð verður leikin 30. apríl - 3. maí. Aðalkeppnin hefst svo í júní.
  • Föstudaginn 16. apríl verða nýjar dagsetningar leikja Mjólkurbikarsins kynntar.

Pepsi Max-deild karla

  • 1. umferð Pepsi Max-deildar karla verður leikin dagana 30. apríl - 2. maí.
  • Föstudaginn 16. apríl verður ný niðurröðun leikja Pepsi Max-deildar karla kynnt.
  • Endurröðun mótsins nær í meginatriðum til fyrstu 5 umferðanna.

Önnur mót meistaraflokka

  • Gert er ráð fyrir að önnur mót sumarsins í meistaraflokki verði leikin skv. núverandi leikjadagskrá.
  • Hér er átt við Pepsi Max-deild kvenna, Mjólkurbikar kvenna, Lengjudeild karla og kvenna, 2. deild karla og kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla.
  • Ákvörðun um framhald Lengjubikarsins og Meistarakeppni KSÍ verður rædd á fundi stjórnar KSÍ fimmtudaginn 15. apríl.

Mót yngri flokka

  • Vinna við uppsetningu á Íslandsmótum og bikarkeppnum yngri flokka er í fullum gangi.
  • Gert er ráð fyrir að keppni yngri flokka hefjist skv. núverandi leikjadagskrá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert