Vaxa, verða betri og læra hratt

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar þjálfara Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar þjálfara Keflavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér fannst þetta flottur leikur, ég er ánægður með strákana, við skorum góð mörk og lögðum hart að okkur í vörninni svo það var góður heildarbragur á þessum leik,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar þjálfara Keflavíkur eftir 2:0 sigur á Stjörnunni suður með sjó í kvöld þegar leikið var í 2. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-Max-deildarinnar.

Keflavíkingar töpuðu fyrsta leik mótsins gegn Víkingum en það sló þá greinilega ekki út af laginu.  „Við erum með ungt lið – það næstyngsta í deildinni – sem hefur ekki mikla reynslu í efstu deild en leikmenn sjá sífellt betur að við erum góðir með hörkulið. Við sýndum það þegar við unnum Lengjudeildina í fyrra og í undirbúningsleikjum fyrir þetta tímabil þar sem við komust í undanúrslit. Það er hins vegar alltaf sterkt að vinna leiki í Pepsi-deildinni, menn sjá sjálfstraust og við byggjum vonandi ofan á þetta í kvöld. Nú er það verkefni okkar þjálfaranna að reyna hjálpa þeim að vaxa, verða betri og læra hratt því deildin er mjög sterk þar sem hver einasti leikur er erfiður og það er þroskandi fyrir leikmenn að takast á við svoleiðis verkefni,“ bætti þjálfarinn við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert