Tvö rauð og fjögur mörk í Keflavík

Stefán Jón Friðriksson úr Keflavík sækir að Steinari Þorsteinssyni úr …
Stefán Jón Friðriksson úr Keflavík sækir að Steinari Þorsteinssyni úr ÍA. mbl.is/Skúli

Keflavík tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta með sigri á ÍA á heimavelli, 3:1. Keflavík leikur í 1. deildinni og ÍA í Bestu deildinni.

Skagamenn byrjuðu betur og Hinrik Harðarson kom gestunum yfir á 4. mínútu. Það dró hins vegar til tíðinda á 36. mínútu þegar Erik Sandberg gerðist brotlegur innan teigs, fékk rautt spjald og víti dæmt.  

Danski sóknarmaðurinn Sami Kamel fór á punktinn, skoraði af öryggi og jafnaði. Keflvíkingar nýttu sér liðsmuninn vel því Kamel var aftur á ferðinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks og var staðan 2:1, Keflavík í vil, í leikhléi.

Var staðan 2:1 fram að 81. mínútu en þá bætti Valur Þór Hákonarson við þriðja marki Keflvíkinga. Fimm mínútum síðar var jafnt í liðum því Frans Elvarsson fékk beint rautt spjald.

Kom það ekki að sök, því mörkin urðu ekki fleiri og Keflavík er komin í átta liða úrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert