Gylfi ekki með Valsmönnum í kvöld

Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið sex fyrstu leiki Vals í …
Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið sex fyrstu leiki Vals í deildinni en verður líklega ekki með í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gylfi Þór Sigurðsson verður væntanlega ekki með Valsmönnum í kvöld þegar þeir sækja HK heim í Bestu deild karla en liðin mætast í Kórnum klukkan 19.15.

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði við 433.is í dag að Gylfi hefði ekkert getað æft að undanförnu vegna bakmeiðsla en hann lék ekki með liðinu á föstudagskvöldið þegar Valur vann Aftureldingu 3:1 í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar.

Gylfi væri líkast til á leið í myndatöku vegna meiðslanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert