Ramona súperstjarnan en fleiri flottar

Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, ber talsverða ábyrgð í undirbúningi Íslands fyrir leikinn við Sviss á morgun á EM í Hollandi. Arnar er einn þriggja „njósnara“ landsliðsins sem sjá um að greina andstæðingana.

Frá því að ljóst varð að Ísland myndi mæta Sviss á EM hefur Arnar kortlagt leik liðsins og hann gat gefið leikmönnum góðan fyrirlestur í fyrrakvöld þegar formlegur undirbúningur fyrir leikinn við Sviss hófst.

„Ramona Bachmann er augljóslega súperstjarnan í liðinu en þær eru með fleiri mjög flotta leikmenn. Lara Dickenmann er þarna á vinstri kantinum og svo hef ég hrifist mjög af Lia Wälti, númer 13 á miðjunni hjá þeim. Það er ofboðslega góður leikmaður og ég mæli með að fólk kíki á hana,“ sagði Arnar fyrir æfingu landsliðsins í gær.

„Það eru margir leikmenn í liðinu búnir að spila yfir 100 landsleiki og þetta eru leikmenn í hæsta gæðaflokki sem spila með bestu liðum Evrópu,“ sagði Arnar.

Rahel Kiwic verður ekki með Sviss vegna leikbanns eftir að hafa fengið rautt spjald í 1:0-tapinu gegn Austurríki á þriðjudag. Hinn aðalmiðvörður liðsins, fyrirliðinn Carolina Abbé, meiddist í hné í leiknum og er óvíst að hún geti mætt Íslandi:

„Það kemur maður í manns stað hjá þeim. Þær sem spila í staðinn eru leikmenn í þýsku úrvalsdeildinni, þannig að þetta breytir ekkert öllu,“ sagði Arnar.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin