Lýsir Íslandi í beinni í þýska sjónvarpinu

Fanndís Friðriksdóttir skallar boltann í baráttu við Gaetane Thiney í …
Fanndís Friðriksdóttir skallar boltann í baráttu við Gaetane Thiney í leik Íslands og Frakklands. Barátta íslenska liðsins heillaði lýsanda þýska sjónvarpsins. AFP

Leikur Íslands og Sviss á EM kvenna í knattspyrnu í dag verður sýndur í þýska ríkissjónvarpinu, á ZDF. Martin Schneider, íþróttafréttamaðurinn sem lýsir leiknum, hreifst af frammistöðu Íslands gegn Frakklandi í fyrsta leik á mótinu.

Schneider leitaði til blaðamanns mbl.is eftir upplýsingum um leikmenn íslenska liðsins og var mjög áhugasamur, þó að Þjóðverjar fylgist kannski frekar með leiknum vegna þjálfara Sviss, Martinu Voss-Tecklenburg, sem vann til fjölda verðlauna sem leikmaður með þýska landsliðinu á sínum tíma. Schneider sá leik Íslands og Frakklands og hreifst sérstaklega af frammistöðu Sifjar Atladóttur:

„Þetta var mjög „líkamlegur“ leikur af hálfu íslenska liðsins. Ég var mjög hrifinn, sérstaklega af því hvernig Sif stóð sig. Hún gaf 120% í þetta. Mér fannst líka aðdáunarvert hvernig Freyr [Alexandersson, þjálfari] lét á hliðarlínunni. Hann ýtti leikmönnunum áfram, öskraði og fórnaði höndum með miklu látbragði. Það var mjög skemmtilegt að fylgjast með þessu. Ég hef ekki séð mjög marga kvennaleiki en þetta var mjög góður leikur,“ sagði Schneider.

Hann tók líka eftir frammistöðu íslensku stuðningsmannanna í stúkunni, sem tóku víkingaklappið heimsfræga nokkrum sinnum á leiknum við Frakka og gera það eflaust aftur í dag:

„Við vorum í Frakklandi í fyrra og þetta var vissulega aðeins minni útgáfa af því en sýndi sama samhug og kom mjög vel út,“ sagði Schneider.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin