Búningur Manchester United gagnrýndur

Eins og má sjá á þessari mynd er munurinn talsverður.
Eins og má sjá á þessari mynd er munurinn talsverður. Skjáskot/Independent

Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas hefur verið gagnrýndur eftir að nýr búningur Manchester United var kynntur í gær. Ástæðan er sú að ermar búninganna sem hannaðir eru fyrir konur eru styttri og hálsmálið er neðar.

Eins og sjá má í myndunum sem fylgja fréttinni er munurinn talsverður. Konur hafa látið í sér heyra í samskiptamiðlinum twitter. Þær benda á að ekki allar konur vilji sýna skoru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert