Agüero fékk fjögurra leikja bann

Sergio Agüero í þann veginn að brjóta á David Luiz …
Sergio Agüero í þann veginn að brjóta á David Luiz eftir að Brasilíumaðurinn hafði spyrnt boltanum burtu. AFP

Sergio Agüero, framherji Manchester City, var í dag úrskurðaður í fjögurra leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins og spilar því ekki með City aftur fyrr en í fyrsta lagi á gamlársdag.

Agüero var rekinn af velli í annað sinn á þessu tímabili þegar hann braut gróflega á David Luiz, varnarmanni Chelsea, á lokasekúndunum í viðureign liðanna í úrvalsdeildinni á laugardaginn en Chelsea vann leikinn á Etihad-leikvanginum, 3:1.

Argentínumaðurinn missir af leikjum City gegn Leicester, Watford, Arsenal og Hull.

Fernandinho, samherji hans, fékk þriggja leikja bann fyrir að fyrir að taka Cesc Fabregas hálstaki í kjölfarið á broti Agüero og hrinda honum yfir auglýsingaskilti.

Fernandinho tekur Cesc Fabregas hálstaki, sem hann gerði ítrekað og …
Fernandinho tekur Cesc Fabregas hálstaki, sem hann gerði ítrekað og hrinti honum svo yfir auglýsingaskilti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert