Verða hér næstu 18 mánuði og vonandi mun lengur

Alexis Sánches hefur skorað 11 mörk í ensku úrvalsdeildinni í …
Alexis Sánches hefur skorað 11 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að félagið muni gera allt sem það geti til að halda lykilmönnunum Alexis Sánchez og Mesut Özil. Þeir eiga báðir 18 mánuði eftir hjá félaginu, samkvæmt núgildandi samningum sínum.

Viðræður hafa staðið yfir við báða leikmenn um nýja samninga, en ekki skilað árangri enn sem komið er.

„Átján mánuðir eru langur tími í fótbolta. Þessir leikmenn verða næstu 18 mánuði hérna, og vonandi mun lengur,“ sagði Wenger. „Ég tel þetta ekki vera vandamál,“ bætti hann við.

Aðspurður hvort hann væri tilbúinn að hækka launaþakið hjá félaginu til að halda leikmönnunum sagði Wenger: „Eins og alltaf þá gerum við allt sem við ráðum við fyrir hvern einasta leikmann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert