Bann Joey Barton stytt

Joey Barton.
Joey Barton. AFP

18 mánaða bannið sem knattspyrnumaðurinn Joey Barton fékk fyrir brot á veðmálareglum hefur verið stytt í 13 mánuði af enska knattspyrnusambandinu eftir að miðjumaðurinn áfrýjaði dómnum. 

Barton gerðist sekur um að veðja ólöglega á um 1.200 leiki yfir tíu ára tímabil og fékk hann 30.000 punda sekt og bann frá knattspyrnu til 25. október 2018. Eftir áfrýjunina verður hann hins vegar í banni til 1. júní 2018 í staðinn. 

Joey Barton lék síðast með Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert