Koeman tekur lokaákvörðunina

Gylfi á æfingu með Swansea City.
Gylfi á æfingu með Swansea City. Ljósmynd/Swansea City

Ronald Koeman knattspyrnustjóri Everton segir að lokaákvörðunin, um tilraun félagsins til að fá Gylfa Þór Sigurðsson, verði tekin af sér, en Everton hefur verið á höttunum eftir Gylfa frá því Koeman tók við stjórastarfinu hjá Everton í sumar.

Swansea hefur þegar hafnað tveimur tilboðum Everton í Gylfa en forráðamenn velska liðsins segja að hann verði ekki seldur fyrr en gengið verði að kröfum félagsins, en það vill fá 50 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn.

Koeman var spurður út í Gylfa á fréttamannafundi í gær og þar sagðist hann hafa áhuga á að fá hann til liðs við Everton og fylgdi því svo eftir með því að segja að hann vissi ekki hvort Everton myndi gera Swansea betra tilboð.

Gylfi var mættur til æfinga með Swansea í gær en ekki er vitað hvort hann muni spila vináttuleik gegn lærisveinum Harry Redknapp í Birmingham á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert