Sterling tæpur fyrir úrslitaleikinn

Raheem Sterling.
Raheem Sterling. AFP

Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City greindi frá því á fréttamannafundi í dag að sóknarmaðurinn Raheem Sterling sé tæpur vegna meiðsla fyrir úrslitaleikinn gegn Arsenal í ensku deildabikarkeppninni sem fram fer á Wembley á sunnudaginn.

„Sterling er að glíma við einhver vöðvameiðsli og ég veit ekki hvort hann verði klár,“ sagði Guardiola sem stefnir á að landa sínum fyrsta titli á Englandi.

„Ég hef tapað einum úrslitaleik á Wembley en hef unnið tvisvar í Meistaradeildinni, einu sinni sem leikmaður og einu sinni sem stjóri. Ég á góðar minningar frá Wembley. Auðvitað viljum við vinna. Við verðum ánægðir ef það tekst en leiðir ef það tekst ekki,“ sagði Guardiola en liðin eigast aftur við í deildinni á miðvikudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert