„Þetta hefur verið erfitt“

Alexis Sánchez.
Alexis Sánchez. AFP

Sílemaðurinn Alexis Sánchez segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með byrjun sína hjá Manchester United.

Sánchez gekk til liðs við Manchester United frá Arsenal í janúar og varð hann um leið hæst launaði leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.

En hlutirnir hafa ekki gengið sem skildi hjá Sánchez. Hann hefur aðeins náð að skora eitt mark í tíu leikjum með Manchester-liðinu og hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína.

„Ég krefst mikils af sjálfum mér og ég reiknað með einhverju betra. Eftir komu mína til Manchester United var erfitt að breyta öllu mjög fljótt og ég hikaði jafnvel að koma hingað,“ sagði Sánchez í viðtali við fréttamenn í Svíþjóð en hann þar staddur með landsliði Síle sem mætir Svíþjóð í vináttuleik á laugardaginn.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef félagaskipti í janúar og þetta hefur verið erfitt. Ég hef áður gengið í gegnum erfiðleika í mínu lífi og þeir hafa bara styrkt mig,“ sagði Sánchez, sem er fyrirliði Sílemanna.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert