Í fjögurra ára bann fyrir að kasta bananahýðinu

Pier­re-Emerick Auba­meyang var ný­bú­inn að skora fyr­ir Arsenal þegar ban­ana­hýðinu …
Pier­re-Emerick Auba­meyang var ný­bú­inn að skora fyr­ir Arsenal þegar ban­ana­hýðinu var kastað úr stúk­unni. AFP

Stuðningsmaður Tottenham sem kastaði bananahýði í átt að Pierre-Emerick Aubameyang á leik Arsenal og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dögunum hefur fengið sinn dóm.

Stuðningsmanninum hefur verið meinaður aðgangur að leikjum Tottenham næstu fjögur árin og hann þarf að greiða 500 pund í sekt en sú upphæð jafngildir 77.500 krónum.

Hann kastaði bananahýðinu í áttina að Aubameyang eftir að hann kom Arsenal í 1:0 með marki úr vítaspyrnu en Arsenal hafði betur í grannaslagnum 4:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert