Fyrirliðinn nálægt því að skrifa undir

Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang. AFP

Pier­re-Emerick Auba­meyang, fyr­irliði enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Arsenal, er sagður nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Arsenal en Gabonmaðurinn verður samningslaus eftir næstu leiktíð.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð framherjans sem er einn mikilvægasti leikmaður Lundúnaliðsins en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2:1-sigri gegn Chelsea í úrslitum enska bikarsins um síðustu helgi.

Daily Telegraph segir frá því að Aubameyang sé nú nálægt því að framlengja samning sinn en hann skoraði 22 mörk í úrvalsdeildinni á nýliðinni leiktíð. Hann er orðinn 31 árs gamall en hann kom til Arsenal í janúar 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert