Verður stærsti völlur Lundúna

Michail Antonio fagnar marki fyrir West Ham gegn Tottenham á …
Michail Antonio fagnar marki fyrir West Ham gegn Tottenham á London Stadium um síðustu helgi. AFP

Enska knattspyrnufélagið West Ham United hefur fengið skipulagsleyfi fyrir því að bæta við fleiri sætum á heimavelli sínum London Stadium.

Leikvangurinn tekur um þessar mundir 60.000 manns í sæti en með fengnu leyfinu geta Hamrarnir bætt við 2.500 sætum í þessum áfanga.

Með stækkuninni yrði leikvangurinn sá stærsti í Lundúnum á meðal félagsliða, en þjóðarleikvangurinn Wembley er sem fyrr langstærstur enda tekur hann við alls 90.000 áhorfendum.

Stækkunin er hluti af langtímaáætlun félagsins um að taka við alls 67.000 áhorfendum þegar fram líða stundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert