Stórfurðuleg ákvörðun

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham.
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham. AFP

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, gagnrýndi ákvörðun forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar um að fresta stórleik Tottenham og Arsenal á sunnudaginn síðasta á blaðamannafundi sínum í dag.

Mikið hefur verið um frestanir á leikjum í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins.

Hins vegar hefur fleiri leikjum verið frestað, meðal annars vegna meiðslavandræða og þáttöku leikmanna í Afríkumótinu og er Gary Neville, sparkspekingar hjá Sky Sports, einn þeirra sem hefur gagnrýnt þetta harðlega.

„Það var mjög sérstök ákvörðun hjá forráðamönnum deildarinnar að fresta leiknum gegn Arsenal,“ sagði Conte í dag.

„Þetta er í fyrsta sinn á mínum ferli þar sem leik er frestað einfaldlega vegna meiðsla. Ef meiðsli eru vandamálið á Englandi þá á að draga úr leikjaálaginu, ekki flóknara en það.

Þetta kom mér gríðarlega á óvart og þetta var stórfurðuleg ákvörðun,“ bætti Conte við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert