Enska knattspyrnusambandið kærir Ítalann

Sandro Tonali í leik með Newcastle.
Sandro Tonali í leik með Newcastle. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Ítalann Sandro Tonali fyrir brot á veðmálareglum sambandsins. 

Hefur Tonali til 5. apríl næstkomandi til að svara kærunni. 

Tonali var dæmdur í tíu mánaða bann frá fótbolta síðastliðinn október fyrir að brjóta veðmálareglur ítalska knattspyrnusambandsins.

Veðjaði hann á leiki hjá AC Milan á meðan hann var leikmaður liðsins. Notaði hann til þess ólöglegar veðmálasíður. 

Nú hefur enska knattspyrnusambandið kært Tonali fyrir að hafa lagt 50 veðmál frá 12. ágúst til 12. október. Eins og áður kom fram hefur hann til 5. apríl til að svara. 

Núverandi bann Tonali heldur honum frá leik út tímabilið og á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert