Fyrirliði Manchester United á förum?

Bruno Fernandes er fyrirliði Manchester United.
Bruno Fernandes er fyrirliði Manchester United. AFP/Oli Scarff

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bruno Fernandes segist þurfa að íhuga framtíð sína eftir Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. 

Fernandes, sem er fyrirliði United, hefur verið besti leikmaður félagsins síðan hann gekk til liðs við United í janúar 2020 frá Sporting Lissabon.

United-liðið hefur engan veginn staðið undir væntingum í ár en það situr sem er í sjötta sæti deildarinnar með 54 stig. 

Ekkert mikilvægara

Í viðtali við DAZN í Portúgal gaf Fernandes það í skyn að hann væri ekki staðfastur á því hvort hann yrði hjá United á næsta tímabili eða ekki. 

„Tímabilið hefur verið vonbrigði en við getum enn unnið enska bikarinn. Eftir það hefst Evrópumótið. 

Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá verð ég að hugsa um hvort ég vilji vera áfram í ensku úrvalsdeildinni eftir Evrópumótið. Það er ekkert mikilvægara en það og úrslitin í bikarnum þessa stundina,“ sagði Portúgalinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert