Draga áfrýjunina til baka

Leikmenn Everton fagna marki Dominics Calverts-Lewin gegn Luton.
Leikmenn Everton fagna marki Dominics Calverts-Lewin gegn Luton. AFP/Henry Nicholls

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Everton hafa ákveðið að draga áfrýjun sína til baka eftir að félagið áfrýjaði tveggja stiga frádrætti ensku úrvalsdeildarinnar hinn 15. apríl vegna brota á fjármálareglum deildarinnar.

Það er BBC sem greinir frá þessu en hinn 8. apríl tilkynnti enska úrvalsdeildin að tvö stig til viðbótar yrðu dregin af liðinu.

Upphaflega voru tíu stig dregin af liðinu í nóvember á síðasta ári en Everton áfrýjað þeim úrskurði og voru að endingu sex stig dregin af liðinu.

Everton er öruggt um sæti sitt í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og því hefur tveggja stiga frádrátturinn ekki áhrif á veru liðsins í deildinni. Er það meginástæða þess að félagið ákvað að draga áfrýjun sína til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert