Hjá Liverpool næstu árin

Kaide Gordon.
Kaide Gordon. AFP

Knattspyrnumaðurinn ungi Kaide Gordon hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Liverpool. 

Gordon, sem er 19 ára gamall, er uppalinn hjá Liverpool en hefur misst mestmegnis af síðustu tveimur tímabilum vegna meiðsla. 

Hann greind­ist þá með stoðkerf­is­vanda­mál í mjaðmagrind­inni, vanda­mál sem steðjar að ung­menn­um og má lýsa sem eins kon­ar vaxt­ar­verkj­um.

Lék hann lítið með Liverpool-liðinu á þessu tímabili en ljóst er að hann fái stærra hlutverk á komandi tímabilum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert