Missir af síðustu tveimur leikjum City

Ederson meiddist gegn Tottenham.
Ederson meiddist gegn Tottenham. AFP/Ben Stansall

Knattspyrnumarkvörðurinn Ederson missir af síðustu tveimur leikjum Manchester City á yfirstandandi tímabili. 

Ederson meiddist illa eftir að Christian Romero, varnarmaður Tottenham, stökk á hann í leik liðanna síðasta þriðjudag.

City-liðið á efir að mæta West Ham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem City gulltryggir Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð með sigri. Einnig missir hann af bikarúrslitaleiknum gegn nágrönnunum í Manchester United þann 25. maí.

Stefan Ortega verður í marki City-manna í þeim leikjum en hann var bjargvætturinn gegn Tottenham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert