Aðalmaðurinn er City varð meistari (myndskeið)

Phil Foden, leikmaður ársins, var aðalmaðurinn er Manchester City varð Englandsmeistari með sigri á West Ham, 3:1, í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. 

City tryggði sér fjórða Englandsmeistaratitilinn í röð en Foden skoraði tvö fyrstu mörk liðsins. Mohammed Kudus minnkaði muninn fyrir West Ham með frábæru marki en Rodri innsiglaði síðan sigur City. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert