Klopp fékk sigur í kveðjugjöf

Jürgen Klopp á hliðarlínunni í dag.
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í dag. AFP

Liverpool hafði betur gegn Wolves, 2:0, í kveðjuleik knattspyrnustjórans Jürgens Klopps í ensku úrvalsdeild karla á Anfield í Liverpool í dag. 

Klopp kveður eftir níu ár í starfi og skilur eftir sig marga titla. 

Nelson Semedo, varnarmaður Wolves, fékk rautt spjald á 28. mínútu leiksins og sex mínútum síðar kom Alexis Mac Allister Liverpool yfir, 1:0. 

Jarell Quansah bætti við seinna marki Liverpool á 40. mínútu. Var Klopp því alemmilega kvaddur á Anfield. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert