Skoraði frá miðju (myndskeið)

Moises Caicedo skoraði sturlað mark er Chelsea hafði betur gegn Bournemouth, 2:1, í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í Lundúnum í dag. 

Caicedo skoraði fyrra mark Chelsea en Raheem Sterling skoraði seinna. Mark Bournemouth var síðan sjálfsmark. 

Svipmyndir frá leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum i samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert