Rosberg á ráspól í rigningunni

Nico Rosberg á regndekkjunum í Spa-Francorchamps í dag.
Nico Rosberg á regndekkjunum í Spa-Francorchamps í dag. mbl.is/afp

Nico Rosberg hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól belgíska kappakstursins í bullandi rigningu í Spa Franchorchamps. Var hann rúmri sekúndu á undan liðsfélaga sínum Lewis Hamilton.

Ráspóllinn er sá fimmti sem Rosberg vinnur á árinu og sá ellefti á ferlinum. Tímatakan snerist eins og svo oft áður á vertíðinni upp í einvígi Mercedesmannanna. Í hörðum sóknaratlögum sínum til að velta Rosberg úr efsta sæti í lokalotunni gerði Hamilton mistök sem ef til vill hafa kostað hann ráspólinn.

Sviptingar voru miklar í öllum lotum tímatökunnar og ekki síst þeirri síðustu. Í þriðja sæti á endanum varð Sebastian Vettel hjá Red Bull og fjórði Fernando Alonso hjá Ferrari.

Fimmti varð Daniel Ricciardo hjá Red Bull, sjötti Vallteri Bottas hjá Williams, sjöundi Kevin Magnussen hjá McLaren, áttundi Kimi Räikkönen hjá Ferrari, níundi Felipe Massa hjá Williams og tíundi Jenson Button hjá McLaren. 

Nico Rosberg á leið til ráspólsins í Spa, síns fimmta …
Nico Rosberg á leið til ráspólsins í Spa, síns fimmta á árinu og þess ellefta á ferlinum. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert