Klessti sig á ráspólinn

Charles Leclerc fagnar ráspólnum í heimabæ sínum, Móakó.
Charles Leclerc fagnar ráspólnum í heimabæ sínum, Móakó. AFP

Charles Leclerc á Ferrari var í þessu að vinna ráspól Mónakókappakstursins á heimavelli sínum en í lokatilrauninni rak hann sig utan í öryggisvegg og skemmdi bílinn nokkuð við klessuna.

Þetta er annar ráspóllinn semLeclerc vinnur á ferlinum, síðast stóð hann á efsta þrepi verðlaunapallsins í Mexíkókappakstrinum 2019. Hann er borinn og barnfæddur í Mónakó. Sigurinn í tímatökunni blasti við áður en hann skall á öryggisvegnum um 18 sekúndum frá lokum tímatökunnar.

Ferraribílarnir höfðu látið til sín taka öllum þremur lotum í keppninni um pólinn en Carlos Sainz varð að lokum í fjórða sæti. Milli þeirra Leclerc urðu Max Verstappen á Red Bull og Valtteri Bottas á Mercedes.

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Lando Norris á McLaren, Pierre Gasly á AlphaTauri,  Lewis Hamilton á Mercedes, Sebastian Vettel á Astaon Martin, Sergio Peres á Red Bull og Antoinio Giovinazze á Alfa Romeo.

Svo sem af röðinni má sjá átti Hamlton í erfiðleikum í tímatökunni í Mónakó. Lagði hann sig fram af hörku í öllum lotunum þremur en allt kom fyrir ekki, Mercedesbílinn skorti ferðhraða.

Mick Schumacher klessti á vegg á lokaæfingunni fyrir tímatökurnar og varð ekki gert við tjónið í tæka tíð til að hann gæti keppt í  tímatökunni.

Charles Leclerc í hárnálarbeygjunni sem liggur niður frá spilavítistorginu og …
Charles Leclerc í hárnálarbeygjunni sem liggur niður frá spilavítistorginu og niður að höfninni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert