Hamilton úr leik snemma

Lewis Hamilton var óhress með bilunina í Mercedesbílnum í Hockenheimring.
Lewis Hamilton var óhress með bilunina í Mercedesbílnum í Hockenheimring. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes féll úr leik í tímatöku þýska kappakstursins í dag og hefur keppni á morgun, sunnudag, í 14. sæti.

Um er að ræða mikið áfall fyrir Hamilton sem er átta stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Ferrari í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna í formúlu-1. Vann Vettel keppnina um ráspólinn á besta tíma sem nokkru sinni hefur náðst í Hockenheim eftir breytingu brautarinna, 1:11,359 mín. 

Hamilton tilkynnti að hann ætti í vandræðum með gírskiptingar í upphafi annarrar lotu tímatökunnar og var sagt að leggja bílnum utan brautar vegna þrýstingsvökvaleka. Freistari ökumaðurinn þess að ýta bílnum inn að bílskúr Mercedes en mátti síns lítils.

Valtteri Bottas, liðsfélagi Hamiltons, hefur keppni af öðrum rásstað á morgun og Kimi Räikkönen á Ferrari af þeim þriðja.

Í sætum fjögur til tíu  - í þessari röð - urðu Kevina Magnussen á Haas, Max Verstappen á Red Bull, Romain Grosjean á Haas, Nico Hülkenberg og Carlos Sainz á Reault, Charles Leclerc á Sauber og Sergio Perez á Force India. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert